Ljúffengur pestó fiskréttur

Við borðum oft fisk á heimilinu, aðalega af því ég er grænmetisæta og maðurinn minn ekkert sérlega hrifinn af grænmetisréttum. 
En ég ákvað að deila með ykkur okkar uppáhalds fiskrétti og höfum við prufað hann með ýsu, þorski, löngu, lúðu og fleira. 
Í þetta skiptið áttum við til skötusel í frysti og prufuðum það. Ótrúlega gott!! 
En það sem ég elska við þennan rétt er að hann inniheldur fá innihaldsefni, auðvelt að matreiða hann og við eigum oftast til allt það sem þarf í réttinn. 

Þessi uppskrift er fyrir 3-4 manns

Það sem þarf er:
• 600 – 800 gr fisk (Mæli með ýsu, löngu, lúðu eða skötusel).
• Lúka af spínati
• 1 askja kirsuberjatómatar
• 1/2 – 1 krukka rautt pestó
• 1/2 – 1 krukka fetaostur
• Salt og pipar
• Parmesan / rifinn ost yfir

1. Spínat sett í botninn á eldföstu móti.
2. Fiskurinn skorinn í bita og raðaður ofan á, krydda til með salt og pipar. 
3. Pestóið og fetaosturinn sett yfir fiskinn.
4. Kirsuberjatómatarnir eru því næstir.
5. Parmesan / rifinn ost yfir eftir smekk.

Inn í ofni á 180° í 25-30 mín.

Borið fram með hrísgrjónum og salati.

Yfirleitt eftir þetta skref þá er rétturinn tilbúinn. En eins og ég nefndi í byrjun þá set ég heila krukku af rauðu pestói og heila krukku af fetaosti og það er sósan í réttinum. En í þetta skiptið ákvað ég að setja örlítið af þessu tvennu því daginn áður þá vorum við með humarsúpa og áttum smá afgang sem ég notaði sem sósu.

Inga

 

Þér gæti einnig líkað við