Ljósmyndaprentun

Ég veit ekki með ykkur, en finnst mér lang skemmtilegast að skoða ljósmyndir útprentaðar heldur en í tölvu.

Ég hef til dæmis verið að láta prenta út ljósmyndabækur fyrir ömmur og afa af árinu sem hefur liðið hjá barninu (nú börnunum ) og gef í jólagjöf.
Ég datt einu sinni inná Photobox sem er fyrirtæki í Bretlandi sem prentar út ljósmyndir á svakalega góðu verði og sendir mjög fljótt til Íslands.

Ég er oft spurð um þessa síðu á snapchatinu mínu anitarung og frá vinum og vandamönnum í gegnum Facebook, fannst mér nú vera kominn tími á færslu um þessa síðu svo það sé auðveldara að finna upplýsingar og hvernig þetta gengur allt saman fyrir sig.

Það sem ég geri er að ég safna saman öllum þeim myndum sem ég vil láta prenta út í eina möppu í tölvunni, síðan fer ég í gegnum Facebook-ið mitt og finn myndir þar sem mér þykir vænt um og svo í gegnum myndirnar tölvunni. Annað, sem er mjög sniðugt að gera, ef þú ert með „Dagbók barnsins“ bók að þá er mjög sniðugt að fara í gegnum hana og finna þær myndir sem vantar þar inní sem vill gleymast.

Ég síðan fer inná Photobox síðuna og fer í „PRINTS“ og í „STANDARD SIZED PRINTS“.
Þar ýti ég á „ORDER PRINTS NOW“,vel síðan allar myndirnar í þessu albúmi sem ég bjó til og færi yfir á síðuna. Getur ekki verið auðveldara!
Síðan veluru stærð á allar myndirnar en það er mjög auðvelt að breyta stærðunum eftir þínu höfði þó þú sért búin/n að velja eina ákveðna stærð.

Þau bjóða líka upp á ljósmyndabók eins og ég sagði ykkur frá hér áðan og er líka hægt að prenta myndir á allskonar hluti. Mæli mikið með þessari síðu!
Mjög auðveld í notkun.

Verðið: svo við tökum dæmi. Síðustu jól þá pantaði ég tvær 40 blaðsíðna bækur í stærð A3, með harðri kápu utan um á 8 þúsund krónur stykkið.
Í gær, þá pantaði ég 101 ljósmynd á 2300 krónur.
Verðin eru með sendingar kostnaði og er um 7-10 daga að koma í gegnum lúguna, ég hef aldrei þurft að borga neitt í toll 🙂

Endilega fylgið mér á snapchat! : anitarung
Instagram: anitarg

Þér gæti einnig líkað við