Litli Snúður ♡

Hæ elsku lesendur, langt síðan síðast !
Ég er loksins að koma sterk til baka eftir smá pásu en við fjölskyldan erum búin að eiga yndislegt sumarfrí.
Við reyndum að ferðast eins mikið og við gátum og kíktum í nokkrar bústaðaferðir og svo í nokkra daga til Akureyrar. Eins dásamlegt það er að ferðast er alltaf svo gott að komast heim í rútínu. Við Gunni ákváðum í sumar að bæta við litlum ferfætlingi í fjölskylduna svo Snædís hefði leikfélaga, hún er rosalega mikil félagsvera og á oft erfitt með það þegar við förum í ferðalög þrátt fyrir að amma kíkji reglulega á hana. Við ákváðum að fara leita að litlum fress og fljótlega fann ég auglýsingu með mynd af fallegasta litla loðbolta sem ég hef séð ! Þegar það styttist svo í að fara sækja hann komumst við að því að heimilið sem hann var á var því miður ekki gott heimili og kettlingar þaðan oft með mikil heilsufarsvandamál. Við fengum kettlinginn alltof snemma og hann er aðeins um 6 vikna gamall og ekki vitað hvenær hann fæddist en við gátum ekki hugsað okkur að láta hann vera lengur á þessu heimili innilokaður í búri allan daginn. Við fórum strax með hann til dýralæknis og fengum þær upplýsingar að hann væri örlítið vannærður en sem betur fer ekki með orma. Hann fékk lyf til öryggis og við pössum að fylgjast vel með honum. Þegar kom svo að því að velja nafn á hann kom til greina Harry potter, Hedwig og Snúður (Mikael var að uppgvöta Harry potter semsagt) en hann fékk nafnið Snúður ! Okkur finnst það passa honum ótrúlega vel svo nú eigum við Snúð & Snæju !

Myndirnar sýna það ekki vel en hann er svo ótrúlega lítill og ekki nema 290 gr 🥺

Þrátt fyrir að vera lítill og tekinn of snemma frá mömmu sinni er hann alveg ótrúlega duglegur ! Borðar og drekkur vel og er að læra að láta klappa sér og fá knús en hann vill langmest vera í fangi og í hálsakotinu ♡

 

takk fyrir að lesa, þangað til næst xx

Þér gæti einnig líkað við