Límmiðar fyrir skipulag

Það hefur gengið rosa vel að koma sér fyrir hérna á nýja heimilinu. Eitt af því skemmtilegasta við það að flytja er að fá að raða öllu uppá nýtt. Maður fær frábært tækifæri til að gera allsherjar breytingar á skipulaginu og endurbæta 👏🏼

Núna erum við með bílskúr sem við vorum ekki með á gamla heimilinu. Með bílskúrnum fylgdi mikið skápapláss. Skápaplássið gerir mér kleift að vera með gott skipulag á hlutum tengda viðburðum, hátíðum og allskonar. Eitthvað sem ég hef aldrei geta verið með áður 🤩

Ég tók bílskúrinn aðeins í gegn um daginn og er ég með skipulagið þannig að allt er í merktum boxum inní skáp. Fyrir svona skipulag þarf vinyl límmiða sem festast mjög vel á plastboxum og krukkum. Ég kom auga á fyrirtæki sem heitir Prentsmiður og eru þau byrjuð að selja svona límmiða. Ég er svo ótrúlega ánægð með mína miða að ég verð að fá að mæla með þeim. Mér finnst alveg frábært að þau séu loksins byrjuð að selja svona. Ég hef alltaf þurft að panta þá fyrir utan en loksins getur maður verslað þá heima og stutt við íslensk fyrirtæki. 👏🏼

Fyrir

Eftir

Ég er ótrúlega ánægð með mína miða og gera þeir þetta skipulag svo fallegt 🥰 Þú velur stærðina á miðunum, letrið og hvað á að standa. Miðarnir kosta frá 1590kr og koma sex saman👏🏼

Skápurinn, boxin og brautirnar eru frá Ikea.

Ég mæli mikið með þeim hjá Prentsmiður, fljót og góð þjónusta 👌🏼

 

 

Hef þetta ekki lengra 😘

*Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi*

 

 

Þér gæti einnig líkað við