Líkaminn fyrir og eftir barnsburð

Desember 2016 var ég án efa í besta formi lífs míns! Ég hefði nýlega kynnst Crossfitinu og kolféll fyrir því. Ég hætti að að borða sykur og hveiti og var hungruð í árangur.

Fyrir og eftir myndir frá 1.okt 2016 og 17. des 2016

Í des 2016 kom líka einn lítill laumufarþegi <3

Fæstir vita að ég er með sáraristilsbólgu sem er bólgusjúkdómur og var ég því í áhættumeðgöngu. Ég verð að þakka crossfitnu fyrir hvað ég átti góða meðgöngu, hélt mér á réttu róli – gott mataræði og regluleg hreyfing.

Ég æfði alla meðgönguna og leið vel. Gekk meira segja upp á Esjuna komin 32 vikur á leið og í Fossdal á 33 viku! 2 vikum síðar mætir Arnþór í heiminn.

Þegar Arnþór kom í heiminn tók ég mér góðan tíma áður en ég fór á æfa aftur. Ég fékk svo mikla verki í liði og þá sérstaklega í hnéin að ég gat varla labbað upp né niður stiga… hvað þá hlaupið eða gert einhverjar hnébeygjur. Þið vitið hvað sagt er ,,þolinmæði þrautir vinnur allar”. Það er algengt að konur fá verki í liði eftir fæðingu og tengist það hormónaframleiðslu í líkamanum. Ég hitti lækna og sjúkraþjálfara og efnið sem líkaminn framleiðir sem veldur þessu byrjar á p…. ég man því miður ekki meir en það tók 3 mánuði þangað til ég gat farið aftur að æfa.

 

Daginn eftir fæðingu

Nóv 2017 daginn sem ég byrjaði að æfa aftur og svo 8. ágúst þegar Arnþór varð 1. árs

Ég hef ekki ennþá komist aftur í sömu æfingarútínuna eða tekið mataræðið 100% í gegn líkt og ég gerði áður en ég varð ófrísk en það er rétt það sem sagt er ,,þetta er langhlaup“ ;* hef þetta ekki lengra í bili kossar og knús!

Bestu kveðjur
Sæunn Tamar

Þér gæti einnig líkað við