Leti Egg Benedict

Bröns (dögurð) er mín allra uppáhalds máltíð, finnst gaman að prufa nýja brönsstaði og það sem ég vel alltaf, ef það er í boði, er egg benedict. 
Við erum líka alveg reglulega með brönsboð hérna heima og er þessi réttur oft borinn fram þá.
En ástæðan fyrir því að ég kalla þetta ,,leti egg benedict“ er af því þetta er einfaldari uppskrift af Egg Benedict. 

Aðalatriðin eru upphleyptu eggin, það getur verið smá maus í fyrstu en þetta er fljótt að lærast.

  1. Byrjið á því að sjóða vatn og setjið smá salt út í þegar suðan er komin upp. 
  2. Brjótið eggið í bolla eða skál.
  3. Lækkið örlítið í hitanum.
  4. Búið til hvirfil í vatninu með sleif og setjið eggið varlega í miðjuna og leyfið vatninu að snúa því í hringi svo eggjahvítan umvefur eggjarauðuna.
  5. Sjóðið eggið í þrjár mínútur.
  6. Takið eggið varlega upp úr vatninu og leggið það á pappír til að þerra það aðeins.

Og svo er það toppað með hollandaise sósu en þessa uppskrift geri ég þegar ég geri egg bara fyrir mig eina og notast við það sem er til heima. Og ekki nenni ég að gera hollandaise sósu frá grunni fyrir mig eina.

Gott að hafa ristað brauð með og spínat eða klettasalat í grunninn. Eggin sett síðan.
Oft er sett beikon eða serrano skinka undir eggin.

Smá ólífuolía og parmesan.

Gráðaostur og bernaise sósa. 

Inga

Þér gæti einnig líkað við