Leiga á stólaáklæðum

Þegar ég fór og skoðaði salinn fyrir brúðkaupið, var það eina sem ég var ekki nógu hrifin af voru stólarnir.
Eldrauðir og alls ekki í stíl við þeman sem ég vildi hafa.
Ég hafði ekki hugmynd hvernig ég ætti nú að redda þessu og fór að leita að einhverskonar efni til að skreyta þá.

Datt ég svo inn á facebook siðu sem heitir Leiga á áklæði fyrir veislustóla.
Hafði samband eins og skot, og fékk strax svör.
Jú! haldiði ekki að það hafi afbókast þennan ákveðna dag nokkrum klukkutímum áður, og átti hún áklæði fyrir mig á leigu! – meant to be!

Stóllinn fyrir og eftir áklæðið.

Ég var svo ótrúlega skotin í þessu og hafði ekki hugmynd um að þetta væri í boði á Íslandi!
Og því langaði mig að koma þessu hingað inn svo að fleiri viti af þessu.

Efnið í áklæðunum eru einhverskonar strech og henta því á margar tegundir af stólum.
Einnig er mjög auðvelt og fljótlegt að setja þau á.

Þjónustan hjá henni er uppá 110% og voru áklæðin öll mjög heil og litu mjög vel út, eins og ný!
Mæli með fyrir næstu veislu.

Hægt er að hafa samband við hana á facebook síðunni eða inn á brudkaupsdagur.is

-Aníta Rún

Þér gæti einnig líkað við