Það kom smá slys í gallann hennar Klöru um áramótin. Við rétt litum af henni og fór hún með stjörnublys í gallann 😢 Sem betur fer meiddist hún ekki en gallinn hinsvegar fékk stórt gat. Það var á plönum að láta hana klára veturinn í þessum galla. Þannig ég vildi athuga áður en ég færi að kaupa nýjann hvort ég gæti ekki lagað hann. Ég kíkti í Panduro í Smáralind (sem er reyndar að færa sig yfir í A4) og fann fullt af flottum bótum. Við erum með Wheat galla og er efnið á þeim þannig að ekki er hægt að strauja bótina á. Ég fór því með gallann í Breytt og bætt í Smáralind og lét þær sauma bótina á gallann. Þær gerðu þetta samdægurs fyrir mig og var þetta mjög vandað hjá þeim. Þær saumuðu í efsta lagið á gallanum og kom þetta mjög vel út. Mæli mikið með þeim!
Bótin heldur sér mjög vel og er ekkert mál að þvo gallann. Ég er mjög fegin hvað þetta heppnaðist vel og að hún geti klárað veturinn í honum. Mín dama er allavega mjög sátt með nýja páfagaukagallann sinn 😃
**Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi**