Lady hittingur

Við stelpurnar fórum saman út að borða síðasta laugardag. Þetta var í fyrsta skipti sem við vorum allar að hittast eftir Covid tímabilið mikla og í fyrsta skipti sem við hittum nýju stelpurnar Hafrúnu og Anastasiu í persónu. Við erum mjög duglegar að spjalla saman á messenger og höfum “hist” á skype en það var kominn tími á almennilegan hitting! Við fórum út að borða á Forréttabarnum en hann er niðri í bæ við höfnina. Þetta er mjög huggulegur staður sem býður upp á allskonar “minni” rétti. Við fengum okkur allar tvo rétti og svo eftirrétt. Verðið kom okkur virkilega á óvart og voru skammtarnir það stórir að tveir aðalréttir voru nóg fyrir okkur. Ég fékk mér humarsúpuna í forrétt og var hún æðislega góð!

 

Við löbbuðum saddar og sælar út, rosalega góður matur og girnilegir drykkir. Vonandi náum við stelpurnar að hittast aftur allar saman sem fyrst🤍

 

*samstarf í formi afsláttar*

xo

Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við