Hver er Rósa Soffía

Ég heiti Rósa Soffía og er 37 ára gömul, sem gerir mig að aldursforsetanum hérna á Lady.is blogginu, og jafnvel bara í bloggheiminum yfir höfuð kannski? Ég er búsett á Akranesi ásamt dóttur minni; Elínu Mist, sem er 16, að verða 17. ára. Ég er með BS gráðu í Viðskiptafræði og er einnig menntaður ÍAK einkaþjálfari, en í fyrra tók ég þá ákvörðun að skipta algjörlega um starfsvettvang og í dag starfa ég sem aðstoðarverslunarstjóri og deildarstjóri dömudeildar í Lindex versluninni á Akranesi.

Mín áhugamál eru m.a. Cross Fit, ferðalög og tíska og munu bloggfærslur mínar þar af leiðandi litast svolítið af þessum efnum, þó ég hafi að sjálfsögðu mun breiðara áhugasvið sem ég mun einnig koma inná. Andlegt jafnvægi og heilbrigð líkamsímynd eru mér afar mikilvæg málefni og mun ég eflaust koma til með að skrifa um þau hérna líka.

Hlakka til að deila með ykkur færslunum mínum.

Þér gæti einnig líkað við