kuldaskór á börnin

Færslan er ekki kostuð – skórnir voru fengnir að gjöf

Ágústa Erla mín þurfti nýja kuldaskó fyrir veturinn þar sem að hennar gömlu voru orðnir of litlir. Ég skoðaði marga skó og rakst svo á þessa frá Timberland. Ég heillaðist strax, þeir eru vel fóðraðir, úr Gore-Tex að utan, en Gore-Tex er vatnsþétt efni sem getur andað en hrindir frá sér vatni sem er mjög hentugt. Annað sem ég tók eftir var það að skórnir opnast mjög vel, þannig að það er mjög auðvelt að smeigja krökkunum í skóna.

Þeir koma í þessum fallega fjólubláa lit og einnig í svörtu. Það er hægt að taka innleggið úr þeim og mæla fót barnsins, það eru línur á innlegginu sem sýna manni nákvæmlega hvort að skórnir séu of stórir, of litlir eða passa vel – mjög sniðugt!

Við erum mjög ánægð með skóna og mælum mikið með þeim.
Hér er hægt að sjá skóna nánar og alla barnaskó sem Timberland er að selja. Það eru nokkrir skór þarna á jólalistanum fyrir Ágústu Erlu, mjög mikið flott til.

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við