Kryddjurtir

Nokkur ráð varðandi kryddjurtir fyrir byrjendur. 

Varðandi kryddjurtir þá er auðvitað best að sá sjálf/ur fræum í mold að vori til en ég klikka alltaf á því. Ég kaupi því kryddjurtir og held þeim við. Það er hægt að kaupa kryddjurtir í matvörubúðir en oft eru þær jurtir sáðar með svo mörgum fræum að þær endast ekki lengi. Oftast bara til að borða strax. En það er samt alveg hægt að halda þeim fínum út sumarið, þótt að það sé auðvitað best að kaupa kryddjurtir hjá garðyrkjustöð. 

Fyrsta sem þarf að gera er að taka þær úr pottunum, setja nýja mold í og yfir í nýjan pott, þá lifa þær mun lengur. Hafa þær í potti með undirskál og vökva ofan í undirskálina, ekki beint í moldina. 

Ef kryddjurtirnar eru notaðar í matargerð þá er best að bæta þeim við í endan, ekki láta kryddjurtirnar malla í potti eða steikja því þá missa þær bragðið. 

Hægt er að hafa langflestar kryddjurtir úti á svölum eða palli í góðu skjóli nema Basilikuna, hún þolir ekki kulda. En annars í glugga þar sem plönturnar fá næga birtu.

Pöddur
Þegar maður kaupir tilbúnar kryddjurtir þá er alveg algengt að finna pöddur sem fylgja plöntunni heim. Því er mikilvægt að skipta um mold um leið.
Ef pöddurnar birtast þrátt fyrir að hafa skipt um mold þá er hægt að nota ýmis húsráð.

• Blanda saman grænsápu, vatn og sítrónudropa. Spreyja á vikufresti.
• Blanda saman vatn og ediki. Spreyja daglega.
• Skera niður kartöflur og leggja í moldina. Lýsnar laðast að kartöflunum, þegar þær hafa safnast þar saman þá eru kartöflubitarnir fjarlægðir. Endurtaka þangað til ekkert er á kartöflunum. 
• Skera niður hvítlauk og leggja í moldina.

Basilika
• Languppáhalds kryddjurtin mín. Bragðgóð, auðvelt að hugsa um hana og hægt að nota hana í svo margt.
• Hægt er að útbúa pestó með basilikunni.
• Setja í pastasósu og í pastað.
• Góð með tómötum og hvítlauk.
• Þarf mjög mikið vatn, vökva þarf rúmlega 2-3 á dag.
• Þarf stóran pott og góða birtu.
• Taka reglulega efstu blöðin af til að fá fleiri og svo að efstu blöðin verða ekki ofþroskuð.
• Basilikan á það til að blómstra, sem getur verið ósköp fallegt, en mikilvægt er að fjarlægja blómin ef það á að borða basilikuna.

Sítrónu Melissa
• Rosalega góð ofan á fisk eða í te. Ef ætlunin er að nota hana út á te þá má alls ekki sjóða jurtina lengi því þá tapast bragðið. Setja hana út í rétt í lokin. 
• Geyma við stofuhita, þarf mikla birtu og vökva í undirskálina á hverjum degi. 

Steinselja
• Notuð í salat, sósur, súpur, með grænmeti, pottrétti eða til að skreyta mat. 
• Taka reglulega efstu blöðin af til að fá fleiri og svo að efstu blöðin verða ekki ofþroskuð, en aðeins smá í einu. 
• Það má nota bæði blöðin og stilkurnar af plöntunni. 
• Þarf mikla birtu og mikið að drekka. 
• Vökva skal í undirskálina daglega. 

Rósmarín
• Sætt og milt einiberjabragð og góður ilmur. 
• Passar vel með lambakjöti, grænmeti og kartöflum.

Kóríander
• Það eru skiptar skoðanir á þessari plöntu. Annaðhvort elskar fólk kóríander eða fyrirlítur það og finnur aðeins sápubragð. 
• En kóríander er með smá sítrus keim, mikið notað í austurasíska og mexíkanska matargerð. Notað í salöt, sósur, salsa og olíublöndur.
• Passar einnig með kjúklinga- og fiskiréttum. 
• Þarf mikla birtu, næringu og mikið vatn.
• Vökva skal í undirskálina daglega. 

Mynta
• Sterk lykt og mikið bragð.
• Það má nota bæði blöðin og stilkurnar af plöntunni. 
• Passar með kjúkling, svíni og lambakjöti. Góð í marineringu, sósu og boost. 
• Vökva skal í undirskálina daglega. 

Timjan
• Bragðast eins og krydduð sítróna. 
• Passar vel á kjöt, fisk, á pizzuna, pastað, í sósu og út í súpur. 
• Þolir vel suðu.
• Þarf mikla birtu og smá vatn. 
• Vökva skal örlítið í undirskálina daglega. 

Inga

Þér gæti einnig líkað við