Ég tók þvottahúsið í gegn um daginn og gerði smá breytingar. Ég var með þvottaefnið í krukku og skipti ég henni út yfir í aðra sem ég er miklu hrifnari af. Ég sá sæta límmiða inná Etsy.com sem maður límir á krukkur og kemur þetta ekkert smá vel út.
Krukkurnar eru úr 365+ línunni frá Ikea og kemur lok með sem auðvelt er að opna. Ég vildi fyrst fá límmiðana á íslensku en þau sem prenta þá eru ekki með íslenska stafi þannig þetta endaði á ensku 🙂
Ég lét útbúa límmiða fyrir týndu sokkana, alveg óþolandi að hafa alltaf nokkra í balanum 🙂
Nú er bara að bíða eftir hillunum og borðinu inní þvottahúsi og þá verður allt klárt þar.
Þessi færsla er ekki kostuð eða unnin í samstarfi.
Segi þetta gott í bili. Getið fylgist betur með framkvæmdum á instagram HÉR