English version below!
Upphafið á þessu öllu saman
Þegar ég var ung þurfti ég að sætta mig við það að alast upp án þess að hafa ömmu og afa í lífi mínu. Ingólfur, pabbi mömmu minnar og Ása, mamma hans pabba voru bæði látin þegar ég fæddist. Regína amma dó þegar ég var ný orðin þriggja ára og fékk ég því lítið að kynnast henni.
Þegar ég og Regína systir urðum eldri fórum við að forvitnast um hinn afa okkar, í pabba ætt. Við vissum lítið annað um hann en að hann héti John Kourafas og hafi búið hér á Íslandi árin áður en pabbi fæddist og starfaði hjá Bandaríska hernum. John og Ása amma voru saman þau ár sem hann bjó á Íslandi og talaði hún ekki mikið um hann meðan hún var á lífi. Við vissum að hann væri af grískum ættum og hefði verið á Íslandi þangað til 1956/1957 því pabbi fæddist árið 1957.
Þar sem ég og Regína vorum forvitnar ungar stelpur þá sættum við okkur ekki við það að vita ekkert um afa okkar og mögulega fjölskyldu sem við ættum einhvers staðar úti í heimi. Árið 2010 fórum við því að Googla nafnið hans og reyna að finna hvar hann gæti verið staðsettur. Þessi leit skilaði litlum árangri þar sem það var ekki alveg jafn auðvelt að finna fólk á þessum tíma. Við gáfumst því upp á að leita að afa okkar og settum þetta alveg á hilluna.
Regína systir er mjög ákveðin manneskja og hún hefur reglulega talað um það hvað hana langaði að vita meira um hvað varð um hann John og hvort hann væri enn á lífi. Okkur fannst það ólíklegt þar sem hann væri þá um 90 ára gamall í dag en við vildum ekki útiloka að hann ætti þá allavega einhverja ættingja á lífi. Regína samdi rosalega flott bréf þar sem hún sagði frá John Kourafas (afa okkar) og ömmu okkar Ásu. Hún sagði allt sem við vissum um hann og hvenær hann hefði verið á Íslandi. Bréfið sendi hún á nokkuð marga aðila á Facebook sem voru með eftirnafnið Kourafas í nóvember 2018 og ég viðurkenni að ég var ekkert rosalega bjartsýn að við fengjum nokkurn tímann svar við þessu bréfi.
Nokkrar vikur liðu og þá fær Regína allt í einu svar frá einum sem heitir Chris Kourafas sem sagðist geta hjálpað okkur. Hann þekkti ekki persónulega John Kourafas en hann vissi að pabbi hans hefði átt frænda sem héti John Kourafas sem hefði þjónað Bandaríska hernum á Íslandi. Hann sagði okkur strax frá því að John Kourafas væri ekki á lífi en það gæti verið að hann ætti einhverja nána ættingja á lífi. Chris var svo vinalegur að sökkva sér algjörlega ofan í þessi mál, hann bauðst strax til að kíkja í heimsókn til pabba síns og spyrja hann út í allt sem hann vissi. Pabbi Chris var mjög hissa þegar hann frétti af því að þau ættu ættingja á Íslandi þar sem hann hafði ekki heyrt af því áður. Hann sagði Chris frá því að eftir að John fór frá Íslandi var hann sendur, ásamt bróður sínum, til Grænlands og síðan til Víetnam með hernum. Fljótlega eftir að þeir komu aftur heim til Boston dóu þeir báðir úr krabbameini 1965, þegar pabbi var aðeins átta ára gamall. Við fengum þær upplýsingar að John hafi verið giftur og átt tvær dætur, Kathleen (Kathy) og Susan Kourafas. Þær voru báðar fæddar áður en pabbi fæddist og er ein þeirra á lífi í dag, Kathy. John átti tvo bræður og fjórar systur en ekkert þeirra er á lífi.
Þar sem þessi ætt er frekar stór þá þekkti Chris frændi ekki dóttur hans John sem var á lífi, Kathy. Það vildi þó svo til að systurdóttir hans John, ásamt annarri konu sem var einnig náskyld John voru að koma í heimsókn til Boston á þessum tíma og bauðst Chris til að hitta þær og reyna að fá upplýsingar um Kathy svo við gætum haft samband við þessa hálfsystur hans pabba.

Viðbrögðin við stóru fréttunum
Við vorum mjög stressuð hérna heima meðan við biðum eftir að heyra hvað hefði komið út úr þessum hitting þeirra. Við vorum stressuð yfir því að viðbrögðin yrðu ekki góð og þær myndu loka á okkur. Viðbrögðin voru hins vegar allt önnur, það var mikill spenningur þeirra megin og þær vildu gera allt til að koma pabba í samband við Kathy (hálfsystur hans)! Þær fóru strax í það verkefni að reyna að hafa samband við Kathy til að láta hana vita af fréttunum.
Nokkrum dögum seinna hringir síminn hjá pabba og það var Kathy. Hún var svo ótrúlega ánægð að heyra að hún ætti bróður á Íslandi og langaði að fá að kynnast honum og fjölskyldunni hans. Ég get ekki lýst því hvað við vorum ánægð að sjá hvernig hún brást við öllu saman þar sem við vissum alls ekki hvernig hún tæki í þessar fréttir. Kathy hefur verið í sambandi við okkur fjölskylduna síðan þá og bókaði hún fljótlega ferð til Íslands til að heimsækja okkur. Hún kom til landsins 9 júlí og var í heimsókn hjá okkur í tíu daga.
Það er erfitt að lýsa því hversu yndislegt það var að fá loksins að hitta hana og heyra sögur af fjölskyldunni sem við eigum úti í Boston og Flórida. Við ferðuðumst með hana um Ísland og sýndum henni staði þessa klassísku staði; Geysi, Þingvelli og Bláa lónið. Við kíktum líka með hana á Suðurnesin þar sem við skoðuðum Reykjanesvita, flekamótin, Brimketil og Ásbrú (þar sem pabbi hennar bjó þegar hann var á Íslandi). Hún var alveg heilluð af Íslandi og náttúrunni hérna. Við náðum að kynnast Kathy helling á þessum stutta tíma sem hún var hérna þar sem hún er mjög opin og hress kona. Það magnaða við þetta allt saman var að okkur fannst eins og við hefðum þekkt hana alla ævi, ekki eins og við værum að hitta hana í fyrsta skipti.
Kathy er alveg yndisleg manneskja og hlakka ég til að fá að kynnast henni ennþá betur og rækta sambandið við fjölskyldu okkar í Bandaríkjunum. Kathy fór heim í morgun, 18 júlí, og ég finn það að ég er strax farin að sakna hennar. Það erfiðasta er að það er ekki hægt að hoppa bara upp í bíl og kíkja í heimsókn til þeirra auðveldlega. Við þurfum því að skipuleggja ferð saman til Flórída og kíkja í heimsókn sem fyrst! Við erum svo þakklát fyrir alla hjálpina sem við fengum í leitinni að ættingjum okkar og vera loksins komin með þau öll í lífið okkar.
Þangað til næst!
Ása Hulda
English version
When I was young, I had to accept the fact that I wouldn’t have any grandparents in my life while growing up. Ingólfur, my mom’s dad, and Ása, my dad’s mom both passed away before I was born. My grandmother Regína passed away when I was only three years old so I barely got to know her.
When me and my sister Regína became older we started snooping around trying to find some information about our grandfather on my dad’s side. We didn’t know too much about him other than his name was John Kourafas, he lived here in Iceland the years before my father was born and that he was with the US military. John and my grandmother, Ása, spent a lot of time together while he lived in Iceland and she didn’t talk much about him when she was alive. We knew his relatives were originally from Greece and he was stationed in Iceland until around 1956/1957 because my father was born in 1957.
Because me and Regína are really curious we didn’t accept not knowing more about our grandfather and our family out there. In 2010 we started googling his name trying to find out where he might be living. This search didn’t give us much information because it wasn’t as easy these days trying to find information about people online. We gave up looking for our grandfather an put it on hold after that because we thought we could never find him without help.
My sister Regína is really determined and she had frequently told me that she wanted to know more about what happened to him and if he was still alive. We thought it was unlikely that he was alive because he would be around 90 years old today but we didn’t want to exclude that he might have some close relatives alive we could meet. Regína wrote a really good letter about John Kourafas and our grandmother, Ása. She wrote everything we knew about him and when he was stationed in Iceland. She sent the letter and sent it to quite a few people on Facebook with the last name Kourafas in November 2018 and I admit I wasn’t really positive about ever getting an answer to this letter.
Few weeks passed then all of the sudden Regína got a response from a man called Chris Kourafas that told her he wanted to help. He didn’t know John Kourafas personally but he knew his father had a cousin with the same name that served the US military in Iceland. He told us that he didn’t think he was alive but he could have some relatives we could find. Chris was so nice to dig into all of this for us and offered to visit his father right away and ask him everything he knew about John Kourafas. His dad was very surprised when he heard they had relatives in Iceland that he hadn’t heard of before. He told Chris that after John left Iceland he was sent, along with his brother, with the military to Greenland and then Vietnam. Not long after he came back to Boston, they both passed away from cancer in 1965, when dad was only eight years old. We got the information that John was married and had two daughters, Kathleen (Kathy) and Susan Kourafas. They were both born before my father and one of them, Kathy, is still alive. John had two brothers and four sisters but none of them are alive today.
Because this family, Kourafas, is rather big my uncle Chris Kourafas didn’t know John’s daughter (Kathy). We were lucky that at this time two closely related cousins of John Kourafas were visiting Boston and Chris offered to meet them trying to find some more information about Kathy so we could get in contact with dad’s half-sister.
We were so stressed out here at home while we waited for their response and what came out of their meeting. We were anxious that they would want to shut us out and wouldn’t be interested. Their response was quite the opposite, they got really excited and they wanted to do everything they could to get dad in contact with Kathy! They immediately began trying to contact Kathy to give her the news.
Few days later my dad’s phone starts ringing and it was Kathy. She was so happy to hear she had a brother in Iceland and she wanted to get to know him and his family. I can’t describe how happy we were when we saw how she reacted to this big news because we were so scared of how she would react to it all. Kathy has been in contact with us since then and she was quick to book a trip to Iceland to visit us. She came to Iceland July 9th and spent ten days with us.
It’s hard to describe how amazing it was to finally meet her and here all the stories about the family we have in Boston and Florida. We went on a few road trips with her here in Iceland and took her to see Geysi, Þingvelli and the Blue lagoon. We also went with her to see the lighthouse in Reykjanes, the convergent boundary between Europe and America, Brimketill and Ásbrú (were her dad was situated when he lived in Iceland). She was amazed with the nature here and was eager to go with us to see more of Iceland. We got a great connection with Kathy because she is very outgoing, caring and fun woman. The most amazing thing about this all is that we all felt like we had known her our whole life, it wasn’t like we were meeting her for the first time!
Kathy is just an amazing person and I can’t wait to get to know her more and grow our relationship with our family in the US. Kathy went home this morning, July 18th, and I miss her already. The hardest part is that you can’t just jump into a car and visit easily. We have to plan a trip to Florida to visit her and her family as soon as possible, hopefully we can go together next year! We are all so thankful for all the help we got trying to find her and finally having her in our life.