Það er komið virkilega langt síðan ég skrifaði síðast blogg hérna inn á, enda hefur mikið verið að gerast hjá mér og okkur hjónunum síðustu mánuði! Hugrún Lea byrjaði á leikskóla í ágúst og ég byrjaði í nýrri vinnu í október! Höddi fór svo í hdl. nám í lok október þar sem hann hvarf gjörsamlega af yfirborði jarðar í rúmlega mánuð. Á meðan fékk ég að upplifa það hversu ótrúlega krefjandi það er að vera í fullu starfi, mæta á æfingar, sækja/skutla í leikskóla, elda mat, þrífa og sjá um allt sem tengist heimilinu og barninu ein!
En öll tímabil taka að lokum enda og ég er aðeins farin að ná andanum á ný! Ég hef hins vegar fundið það að ég hef ekki lengur þann tíma sem ég vil til að sinna blogginu áfram og hef ég því tekið þá erfiðu ákvörðun að kveðja bloggið að sinni og einblína meira á Instagram síðuna mína. Ég er búin að draga þessa ákvörðun lengi og á virkilega erfitt með að skrifa þetta blogg, enda hef ég elskað þann tíma sem ég hef verið hluti af Lady. Ég er búin að skrifa mörg blogg sem mér þykir virkilega vænt um og opnað mig um virkilega persónulega hluti. Ég vona það innilega að þið hafið haft gaman af því að lesa bloggin mín og að þau hafi hjálpað öðrum sem eru/hafa verið að ganga í gegnum svipaða hluti.
Takk fyrir að lesa bloggin mín og takk fyrir allan stuðninginn sem ég hef fengið í gegnum erfið og krefjandi tímabil <3
Hver veit nema ég byrji aftur að blogga einn daginn!
Þið getið fylgst áfram með mér á Instagram ef þið hafið áhuga: asahulda
Kærar kveðjur,