Kókoskjúklingur með hvítlauk, döðlum & kasjúhnetum

Ég sá þennan girnilega kjúklingarétt inná grgs.is en ég elda mjög mikið af þeirri síðu. Mjög mikið af skemmtilegum og girnilegum réttum þar inná. Þessi greip mig alveg og prófaði ég hann í vikunni. Mæli með honum, var virkilega góður, ekki þessi týpíski rjómasósukjúklingur.

Hér er uppskriftin:

900 g kjúklingalundir eða læri, t.d. frá Rose Poultry
1 msk ólífuolía
2 cm ferskt engifer, fínrifið
3 hvítlauksrif, smátt söxuð
1 rauður chilí, saxaður
1 tsk tumeric
1 tsk kardimommukrydd
2 msk soya sósa, t.d. Dark soy sauce frá Blue dragon
1 dós kókosmjólk, t.d. Coconut milk frá Blue dragon
100 g kasjúhnetur, gróflega saxaðar
150 g döðlur, steinlausar
salt og pipar
1/2 búnt ferskt kóríander, saxað

Skerið kjúklinginn í litla bita.
Hitið olíu á pönnu og og steikið kjúklinginn.
Bætið engifer, hvítlauk og chili saman við.
Bætið því næst kryddinu saman við og blandið vel saman.
Bætið soyasósunni saman við. Bætið síðan kókosmjólkinni saman við og látið malla í 2-3 mínútur. Smakkið til með salti og pipar.
Setjið döðlurnar og kasjúhneturnar saman við, hellið í ofnfast mót og eldið við 180°c í um 10-15 mínútur. Takið úr ofni og stráið kóríander yfir allt.

(Ég henti döðlunum og hnetunum bara ofaná og inní ofn)

Ég bar réttinn fram með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði.

Hér er linkur á uppskriftina á heimasíðunni.

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við