Kjúklinga eðla

Kjúklingaeðlan er mjög vinsæl á þessu heimili.
Það var eflaust einhver snillingur sem átti hugmyndina af þessu, en einn daginn ákvað ég að blanda einhverju saman sem ég átti til í ísskápnum og þetta varð útkoman.

Þegar ég sýni þetta á snappinu fæ ég alltaf fullt af skilaboðum frá fólki að spyrja út í réttinn og uppskrift svo ég ákvað því að setja hana hingað inn (ef uppskrift skal kalla).
Þessi réttur er ótrúlega fljótlegu og þægilegur og tekur bara um hálftíma að útbúa.

Kjúklinga eðla

    • 4 bringur
    • Rjómaostur
    • Salsa sósa (ég nota medium)
    • Nachos
    • Rifinn ostur
    Svo er rosa fínt að setja út í þetta grænmeti sem til er hverju sinni.

Hitið ofninn á 160 gráður blástur.

Kjúklingurinn er skorinn niður í teninga og steiktur á pönnu og kryddaður eftir smekk.

Síðan nærðu í eldfast mót og smyrð rjómaostinum í botninn, þar á eftir fer salsa sósan, grænmetið og þegar kjúklingurinn er tilbúinn er honum bætt við og öllu er hrært saman.

Eftir að öllu er blandað saman er nachos-inu og ostinum bætt við og því er öllu skellt inn í ofn í 20 mín.

Þegar eðlan er komin í ofninn fer ég í það að útbúa hvítlauksbrauðið sem hefur líka vakið mikla lukku.
Ég elska hvítlauksbrauð og varð þetta líka til í einhverri tilraunastarfssemi í eldhúsinu.

Hvítlauksbrauð

  • Rågkaka frá Polarbröd
  • Hvítlaukssalt
  • Smjör
  • Ostur

Þetta er ósköp auðvelt!
Smyrð brauðið með smjöri, stráir yfir það hvítlaukssaltinu og skerð niður ostinn og setur yfir.
Bökunarpappír er settur á plötu og svo inn í ofn í 10-15 mínútur.

Verði ykkur að góðu og endilega segið mér hvað ykkur finnst.

Knús!

Aníta Rún
Instagram: anitarg

Þér gæti einnig líkað við