Nú þegar Nóvember er að verða hálfnaður finnst mér tilvalið að byrja að horfa á jólamyndir og koma mér í jólagírinn. Ég sé að það eru nú þegar byrjaðar að koma inn nýjar jólamyndir á Netflix og horfði ég einmitt á eina slíka um síðastliðna helgi. Mig langaði til að setja saman lista af jólamyndum, bæði nýjum og gömlum, sem ég ætla að horfa á núna fyrir og um jólin og datt í hug að deila honum hér í leiðinni.
- Nýjar/nýlegar
- Holiday in the wild
- Christmas wedding planner
- Christmas inheritance
- A christmas prince
- A wish for christmas
- Merry christmas
- The spirit of christmas
- Once upon a holiday
- Angel of christmas
- The Knight before christmas
- Christmas with a view
- Gamlar og góðar
- The holiday
- The Grinch stole christmas
- Christmas with the Kranks
- Love actually
The holiday er uppáhalds jólamynd okkar mæðgna og geymum við hana alltaf þangað til á aðfangadag og horfum á hana uppúr hádegi í alvöru mega jóla kósý. Flestar jólamyndir eiga það sameiginlegt að vera ljúfar og rólegar. Hér er nánast aldrei um að ræða einhverjar spennumyndir með plotum og twistum, en svoleiðis finnst mér bara að jólamyndir eigi að vera. Það er víst nóg stress í kringum jólin, svo mér finnst frábært að minnka aðeins stressið með því að horfa á svona myndir til dægrastyttingar.
Takk fyrir að lesa