Jólamyndir sem er möst að horfa á

Það er fátt sem kemur manni jafn mikið í jólagírinn eins og hlusta á jólalög og horfa á jólamyndir. Ég og dóttir mín ákváðum að horfa á jólamyndirnar í ár í einhverskonar jóladagatals búning. Þannig að við ætlum að horfa á eina jólamynd á dag fram að jólum, byrjum á sama tíma og jólasveinarnir koma til byggða. 

Við fórum yfir allskonar lista á pinterest til að finna þær jólamyndir sem okkur langaði að horfa á og skiptum þeim niður á daga. Við ætlum að sjálfsögðu að enda á myndinni The Holiday sem er okkar uppáhalds jólamynd. Á listanum okkar erum við með þessar myndir, til dæmis:

  • The Holiday
  • Elf
  • Love actually
  • Home alone 1 & 2
  • The Grinch
  • Miracle on 34th street
  • Bad Santa

…og fleiri

 

Þangað til við byrjum á þessum lista þá dunda ég mér við að horfa á Hallmark jólamyndir á Netflix. Mörgum finnst þetta hræðilegar myndir, en ég hef gaman að þeim. Margar þeirra eru hræðilega illa leiknar og með mjög fyrirsjáanlegan söguþráð svo þú veist endinn áður en myndin byrjar. En þær hafa fallegan boðskap og eru jólalegar, svo þær duga mér.

Hérna eru svo nokkrir listar sem ég fann og við mæðgur studdumst við þegar við settum saman okkar lista. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi út frá þessum listum og jafnvel hægt að nota þá til þess að tékka af eða horfa á jólamyndirnar eftir þeim. 

 

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við