Jólakransar á hurð

Ég er alveg að detta í jólagírinn og er að bíða eftir helgarfríi til að geta loksins byrjað að skreyta almennilega. Ég setti inn færslu um daginn með hugmyndum af aðventukrönsum sem þið getið séð hér STÍLHREINIR AÐVENTUKRANSAR. Og í þessari færslu mun ég sýna ykkur nokkrar hugmyndir af jólakrönsum sem hægt er að hengja á útidyrahurðina.
Það býr til svo mikla jólastemningu að setja jólakrans á hurðina, það er það fyrsta sem tekur á móti manni.

Mynd tekin af Facebook síðu Blómahönnunar.
Finnst þessi krans ótrúlega fallegur.
Hringurinn er vafinn með velúr efni og skreytt svo aðeins að ofan með greinum og slaufu. Ég hugsa að ég hafi minn krans í ár í þessum stíl.

Inga

 

Þér gæti einnig líkað við