Jólainnpökkun

Það er um það bil mánuður í jólin. Ég byrjaði áðan að pakka inn nokkrum gjöfum. Mér finnst alltaf svo skemmtilegt að dunda mér við að pakka inn. Ég hef lengi lagt mikinn metnað í að pakka inn gjöfunum og skreyta þær fallega. Mér datt í hug að setja mín pökkunarráð í færslu og deila með ykkur.

Það er alltaf skemmtilegast að pakka inn hlutum sem eru í kössum. Þá kemur pakkinn alltaf fullkomlega út. Ég set gjarnan föt og fleira sem ekki koma í kössum í fallegar öskjur. Það er hægt að kaupa fallegar öskur til dæmis í Söstrene Grene. Mæli líka með að nota það sem til er heima. Oft leynast kassar undan skóm heima fyrir eða maður getur gert sér ferð í Bónus og fengið kassa. Það þarf ekki alltaf að kaupa allt 😊

Byrjaðu að mæla pappírinn. Því nákvæmari sem pappírinn er mældur því fallegri verður pakkinn. Auk þess kemstu í veg fyrir að sóa pappírnum.

Settu næst hliðarnar saman. Sumir kjósa að bretta aðeins uppá annan endann til að gera samskiptin fallegri.

Settu efstu hliðina niður, settu svo hornin báðum megin vel saman og brjóttu þau síðan inn. Síðan fer neðsta hliðin upp.

Með því að mæla pappírinn kemstu hjá því að hafa alltof mikinn pappír. Þegar við notum of mikinn pappír þá fer að koma krumpur og bungur. Með því að hafa þetta nákvæmt er pakkinn miklu snyrtilegri

Annars vona ég að aðventan byrji vel hjá ykkur og allir séu komnir í smá jólaskap 🎅🏼

Hef þetta ekki lengra 🖤

 

 

Þér gæti einnig líkað við