Jólahúsið

Við fjölskyldan byrjuðum á því þegar ég var yngri að fara í jólahúsið rétt fyrir jól og varð þetta ákveðin hefð hjá okkur en jólahúsið er staðsett í Eyjafirðinum, rétt fyrir framan Akureyri. Þessa hefð tók ég með mér þegar ég fór að búa og hef reynt að fara fyrir hver jól. Auðvitað hefur það ekki alltaf tekist og finnst mér eitthvað vanta í jólaundirbúninginn það árið.

Við Atli ákváðum að fara í gær á Akureyri og klára að kaupa inn fyrir jólin, jólamat og nokkrar gjafir sem átti eftir að redda og að sjálfsögðu fórum við líka í jólahúsið! Að sjá allt jólaskrautið, hlusta á jólatónlistina og finna jólaandann sem liggur yfir öllu þarna er bara svo geggjað. Það var alveg til að fullkomna jólaskapið hjá mér.

Þér gæti einnig líkað við