Eitt af því sem ég elska við jólin eru jólahefðirnar sem fylgja. Jólin eru tími fjölskyldu og vina og elska ég að gera eitthvað með mínum nánustu í desember. Það er misjafnt hvaða hefðir þróast hjá fjölskyldum. Ég til dæmis ólst upp við að gera alltaf laufarbrauð með mömmu og pabba og systkinum mínum. Þá fór heill dagur í að skera út og steikja. Einnig fórum við alltaf saman að velja og kaupa jólatré.
Það eru ekki allir með jólahefðir en oft gerum við það sama ár eftir ár án þess að taka eftir því. Ég hef til dæmis alltaf bakað með systur minni jólasmákökur um miðjan desember síðustu ár og mætti segja að það sé orðið að hefð hjá okkur. Fjölskyldan hans Óla hefur alltaf farið saman á jólahlaðborð í byrjun desember og síðustu ár hefur þetta verið heil helgi, förum öll saman í bústað (eða þrjá bústaði vegna fjölda), og svo jólahlaðborð eða pantaður jólamatur á laugardeginum.
Ég spurði nokkra einstaklinga í kringum mig um jólahefðir þeirra og langar mig að telja upp fyrir ykkur hvað þau gera fyrir og um jólin:
Skreyta saman piparkökur og/eða gera piparkökuhús.
Horfa á jólamyndir eða myndaseríur eins og Star Wars, LOTR og Harry Potter.
Skera út og steikja laufarbrauð.
Jólahlaðborð.
Jólatónleikar.
Baka saman.
Skreyta jólatréð alltaf á sama tíma.
Sundferð á aðfangadagsmorgun.
Jólagrautur í hádeginu á aðfangadag.
Keyra út jólapakka og jólakort saman á þorláksmessu eða aðfangadag.
Messa.
Fara saman að höggva niður jólatré.
Litlu jól með vinum.
Labba niðri í bæ á þorláksmessu.
Kíkja í kirkjugarðinn á ástvin/i á aðfangadag.
Fara að skauta.
Hef mjög gaman af þessu. Eru einhverjar jólahefðir í fjölskyldunni þinni?
xo
Guðrún Birna