Sniðugar jólagjafir fyrir göngugarpa

Ef þú ert á síðustu stundu að versla jólagjafir fyrir manneskju sem elskar fjallgöngur og útivist þá eru hérna nokkrar sniðugar hugmyndir sem enginn fjallagarpur myndi hata að fá: 

Esjubroddar frá GG sport

Verð: 7.990 kr 

Þessir broddar eru ótrúlega góðir í fjallgönguna í snjó og hálku. Ég á þessa brodda sjálf og gæti ekki mælt meira með þeim. 

Göngubroddar frá GG sport

Verð: 2.990 kr

Þessi eru mjög fínir í göngutúrinn innanbæjar, eins og nafnið á þeim gefur til kynna. 

Hálkugormar frá Húsasmiðjunni

Verð: 3.735 kr

Þessir eru góðir í hlaup og göngur í snjó, en ég mæli ekkert séstaklega með þeim í gler hálku. Ég á þessa gorma og finnst þeir mjög góðir fyrir hlaup í snjó.

Ullarsokkar úr merino ull frá GG sport. 

Verð: 4.390 kr

Ullarhúfa úr merino ull frá 66 norður

Verð: 4.200 kr 

Ullarvettlingar, flísfóðraðir ullarvettlingar frá 66 norður

Verð: 7.900 kr 

Göngustafir frá Ölpunum

Verð: 15.990 kr

Höfuðljós frá Ölpunum.

Verð: 6.990 kr 

Einnig mæli ég eindregið með að gjafabréf í GG sport, Ölpunum, 66 norður eða öðrum útivistarvöruverslunum. Ég veit að ef þú ert í Fjallastelpur umræðu hópnum á Facebook þá getur þú fengið ágætis afslátt til dæmis í GG sport, svo um að gera að tékka á því. 

Takk fyrir að lesa 

Þessi færsla er ekki unnin í samstarfi

 

Þér gæti einnig líkað við