Jólagjafalisti fyrir þau sem eiga allt. Upplifun eða hluti sem hægt er að nota í stað þess að safna ryki upp í hillu.
Fyrir mömmu, pabba, ömmu og afa. Eða fyrir uppteknu foreldrana sem gleyma að gera eitthvað fyrir sjálfan sig.
Getið síðan séð hina tvo listana sem ég gerði;
Jólagjafalisti fyrir hana HÉR
Jólagjafalisti fyrir hann HÉR

1.Ostakarfa. Eitt árið þá gáfum við nokkrum hjónum í fjölskyldunni ostakörfu sem við settum saman sjálf, það sló í gegn og var ótrúlega gaman að gera. Við höfðum osta, kex og sultur saman í bastkörfu sem við skreyttum síðan. En svo er líka hægt að bæta við víni og súkkulaði til að gera körfuna örlítið veglegri. Annars er hægt að kaupa tilbúnar ostakörfur í Ostahúsinu.
2.Salt og Pipar sett í fallegum umbúðum sem maður myndi vilja geyma uppi á eldhúsbekknum. Fæst í Dimm.
3.Gjafaaskja úr Dimm. Hægt er að fá hana í nokkrum útfærslum. Innihalda meðal annars salt, pestó, olífur og snakk sem passar allt vel saman. Kemur í fallegum gjafapoka.
4.Kaffikarfa frá Kaffitár. Hægt að fá þær í nokkrum mismunandi útfærslum og stærðum. Einnig er hægt að útbúa kaffikörfu sjálf/ur eins og með ostakörfuna hér að ofan. Kaffi, heimabakaðar sörur og tvo kaffibolla jafnvel.
5.Gjafakort í leikhús í Borgarleikhúsinu.
6.Gjafakort í dekur. Sá sem fær gjafakortið getur valið sjálf/ur um heilsunudd, fótsnyrting, andlitsmeðferð, handsnyrting og margt fleira. Fæst hjá Óskaskrín. Óskaskrín er líka oft með bás í Kringlunni í desember rétt fyrir jól en annars er hægt að versla pakkana á netinu.
7.Brunch fyrir tvo, hægt er að velja milli 7 veitingastaða, t.d. CooCoo’s nest (mæli mjög mikið með Egg florentine hjá þeim, mjög gott), Geysir, Bryggjan brugghús og fleiri staðir. Fæst einnig hjá Óskaskrín.
Vil minna á að þessir jólagjafalistar eru ekki unnir í neinu samstarfi við neinn.
Inga ♡