Jólagjafalisti – Fyrir hann

Mér persónulega finnst erfiðast að finna gjafir fyrir karlmennina en ég fékk smá hjálp frá manninum mínum sem gaf mér einhverjar hugmyndir. Gat notfært mér hann þar sem hann fær alveg bókað ekkert á þessum lista. Við höfum ekki gefið hvort öðru jólagjafir síðustu tvö ár, við gerum eitthvað saman í staðin eða kaupum eitthvað stórt eða dýrt sem vantar á heimilið. Eða utanlandsferð sem verður jóla- og afmælisgjafir okkar í ár. 

Getið síðan séð hina tvo listana sem ég gerði;
Jólagjafalisti fyrir hana HÉR
Jólagjafalisti fyrir þau sem eiga allt HÉR

1.Nike peysa, fæst meðal annars í H Verslun
2.Six-pack bjórhaldari úr leðri, fæst í Dimm
3.Ég bað manninn minn um að velja íþróttaskó til að setja á þennan lista. Hann hleypur mikið og notar aðeins Brooks hlaupaskó í ræktinni, fæst í Eins og fætur toga
4.Bose þráðlaus heyrnatól, fæst í Elko
5.Garmin snjallúr með púlsmæli og allskonar forritum fyrir ræktardurginn, fæst í Garmin búðinni
6.Vegleg svunta úr leðri úr Dimm

Vil minna á að þessir jólagjafalistar eru ekki unnir í neinu samstarfi við neinn.

Inga

Þér gæti einnig líkað við