Vonandi eru flestir búnir að græja sem flestar jólagjafir til að verða fyrir sem minnsta stressi. En fyrir ykkur sem eruð ennþá í vandræðum með gjafir þá ákvað ég að setja saman jólagjafalista.
Hér er jólagjafalisti fyrir hana. Seinna í vikunni kemur svo jólagjafalisti fyrir hann og fyrir þau sem eiga allt.
Allar vörurnar á listanum eru vörur sem hafa verið á mínum gjafalista og ég hef síðan eignast eða er enn á mínum lista.
Vonandi hjálpar þetta ykkur eitthvað með hvað skal kaupa fyrir systur ykkar, konu, dóttur eða frænku.
Ég reyndi að hafa sem flest á viðráðanlegu verði svo þetta gæti höfðað til sem flestra.
Getið síðan séð hina tvo listana sem ég gerði;
Jólagjafalisti fyrir hann HÉR
Jólagjafalisti fyrir þau sem eiga allt HÉR

1.Kökudiskur á fæti frá Iittala. Fæst meðal annars í Húsgagnahöllinni
2.Klassísk stígvél frá Skór.is
3.Ilmstangir frá Völuspá, fæst meðal annars í Maia
4.Ódýr og fallegur blómavasi úr Modern
5.Iittala bretti. Fæst meðal annars í Húsgagnahöllinni
6.Hugo Boss ilmvatn. Fæst meðal annars í Lyfju
7.Stafahálsmen. Fáanlegt í tveimur stærðum og í bæði gulli og silfri. Fæst í Andreu
8.Klassískt og sparilegt úr frá Michael Kors. Fáanlegt í silfri og gulli. Fæst meðal annars í Michelsen
9.Ilmkerfi frá Völuspá, fáanlegt í mörgum stærðum. Fæst meðal annars í Maia
10.Royal Copenhagen bolli í blue mega fluted mynstri. Fæst í Kúnígúnd & Líf & List
Vil minna á að þessir jólagjafalistar eru ekki unnir í neinu samstarfi
Inga ♡