Þessi færlsa er ekki kostuð né unnin í samstarfi við þau fyrirtæki sem nefnd eru í færslunni
Ég ákvað að setja saman smá jólagjafalista sem er einskonar „start up“ pakki fyrir þá sem stunda Crossfit, þar sem ég æfi sjálf Crossfit og langar helst ekki í neitt annað í jólagjöf en meira æfingadót. Ég á eitthvað af þessu nú þegar, en margt er ennþá á óskalistanum sem ég kem svo til með að safna að mér bara smátt og smátt. Það eru 2 verslanir sem mér finnst bestar þegar kemur að úrvali á Crossfit vörum og eru það SPORTVÖRUR og WODBÚÐ . Báðar þessar verslanir eru með mjög góða netverslun sem ég hef nýtt mér mikið, verandi utanbæjarpía sem nennir ekki alltaf í bæinn…
Ég ætla að byrja á því sem fæst í Sportvörum.
1. RJR úlnliðsvafningar: 2490 kr
2. RJR lyftingabelti: 3990 kr
3. SKLZ lotuklukka: 2990 kr
4. Lyftingaskór, Nike Romaleos: 24.990 kr
5. WOD teningar: 4990 kr
6. Þyngingavesti 5 kg: 6.900 kr
Hér kemur svo það sem fæst í Wodbúð:
1. Nuddrúlla: 3.990 kr
2. Fimleikaólar: 2990 kr
3. Hnéhlífar: 4.990 kr
4. Lyftingaskór Reebok legacy: 24.990 kr
Vonandi hjálpar þessi listi einhverjum að finna jólagjöf handa þeim sem vantar ekkert, en langar í nýtt æfingadót 🙂