Jólafríið í myndum

Heil og sæl öllsömul og gleðilegt nýtt ár. Ég hef ekki sett inn færslu síðan í byrjun desember en ég ákvað að taka mér smá frí. Ég hef aldrei gert það síðan ég byrjaði að blogga en það er nauðsynlegt stundum að kúpla sig út. Við fjölskyldan fórum til Íslands í jólafrí þann 21. desember og komum við út aftur til Barcelona í gær, 12. janúar. Við áttum yndislegt frí og gerðum ekkert smá mikið á þessum þremur vikum. Við fórum í endalaust af jólaboðum, fórum í brúðkaup, partý og hittum vini og fjölskyldur. Það var heldur þétt dagskrá hjá okkur á tímabili en auðvitað bara mjög gaman að geta hitt alla og skemmt sér.

Ég var ekki alltaf með myndavélina á lofti en hér eru nokkrar myndir úr fríinu sem mig langar að deila með ykkur.

Flugið okkar var klukkan eitt um nóttina, Ágústa Erla svaf sem betur fer allan tímann.

Fórum í jóla villibráðaboð til pabba og konunnar hans 22. desember.

Ágústa Erla var mjög glöð að hitta Kubb aftur <3

Á aðfangadag vorum við hjá mömmu og manninum hennar og voru systkinin mín og makar með.

29. desember fórum við í brúðkaup <3

Á gamlárs vorum við í Hveragerði hjá pabba og konunni hans. Ég var að jafna mig eftir gubbupest þannig að ég var rúmliggjandi allan daginn og fram á kvöld en ég reis upp um kl.21 og náði áramótunum.

Ég hitti yndislegu Lady stelpurnar milli jóla og nýárs í kósýkvöldi og svo hittumst við aftur rétt áður en ég fór út og fórum við saman út að borða. Vantar Snædísi og Sunnu á myndina en þær komust ekki út að borða <3

Elsku besta guðdóttir mín hún Embla Líf <3 Þær frænkur ná svo vel saman og eru bestu vinkonur. Ekki auðvelt að ná mynd af þeim saman en þær eru hinar mestu dúllur.

Þetta var brot af því sem við gerðum í fríinu okkar á Íslandi. Við vorum í algjöru dekri hjá fjölskyldum okkar og erum við svo þakklát fyrir þau og vini okkar sem við hittum <3

xo
Væmna Guðrún Birna

Instagram: gudrunbirnagisla

Þér gæti einnig líkað við