Jólaföndur

Á meðan ástandið í samfélaginu er eins og það er gæti verið sniðugt að nýta tímann og byrja að undirbúa jólin með fjölskyldunni. Nýta tímann áður en allt jólastressið byrjar og eiga notalega stund með fjölskyldunni og föndra saman.

Ég fór á pinterest til að fá nokkrar hugmyndir af auðveldu föndri sem gæti hentað fyrir alla fjölskylduna eða fyrir þig til að eiga smá „me“ time. Ég fékk ótrúlega mikið af hugmyndum og set aðeins brot af þeim hérna í þessa færslu. Margt af þessu er hægt að nota til að skreyta pakkana eða sem skraut á jólatréð.

Leitarorðið sem ég byrjaði að notar er Christmast knitting decoration því ég hef einstaklega gaman af öllu sem er prjónað. Ég vann mig svo út frá þessu leitarorði og fann allar þessar hugmyndir með því að klikka á þær myndir sem mér leyst vel á.

 

Fría uppskrift af stóru stjörnunni má finna HÉR
Fría uppskrift af litlu stjörnunnu má finna HÉR

Fría uppskrift af jólatrjánum má finna HÉR
Fría uppskrift af jólasokkunum má finna HÉR

-Hafrún Ýr

Þér gæti einnig líkað við