Jóla M&M’s smákökur

Mig langar að deila með ykkur uppskrift af smákökum sem voru uppáhalds jóla smákökurnar mínar þegar ég var krakki.

Hráefni:

  • 2 bollar púðursykur
  • 1 bolli sykur
  • 2 bollar smjörlíki eða ca. 400 gr.
  • 4 egg
  • 3 tsk vanilludropar
  • 4 ½ bolli hveiti
  • 2 tsk matarsódi
  • 2 tsk salt
  • M&M’s til skrauts

Aðferð:
Sykur, púðursykur og smjörlíki þeytt vel saman, eggin sett útí og þeytt í góða stund. Vanilludropar, hveiti, matarsódi og salt bætt síðan við.
Deigið sett á plötu með teskeið í litlar kúlur.
Bakað við 210 gráður, fyrst í 5 mínútur, platan tekin út og M&M‘s bætt á, platan látin svo aftur inní ofn í ca 3 mínútur.

Fyrir þá sem vilja ekki of mikið af kökum er hægt að helminga uppskriftina.

Verði ykkur að góðu!

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við