Instagram innlit – Íslensk heimili

Ég nota Instagram mikið til að sækja mér innblástur fyrir heimilið.
Guðbjörg Ester var lengi með mjög virkann Instagram aðgang á gamla Instagram reikningi sínum þar sem hún sýndi frá sínu heimili. Ótrúlega fallegt og stílhreint. Síðan breytti hún þeim aðgangi yfir í Íslensk heimili. Þar geta hverjir sem er tekið myndir af heimilum sínum og ,,taggað“ hana: @icelandichomeinterior og #icelandicinterior. Hún er síðan með allskonar þema í gangi þar sem hún deilir myndum frá fólki sem hefur ,,taggað“ hana. Með því þá uppgötvar maður ennþá fleiri og fallega Instagram aðganga sem veitir manni innblástur.
Svo er líka hægt að kíkja yfir í ,,taggaðar“ myndir til að sjá mun fleiri. Hún er svolítið að vinna með heildarhugmynd sem er mjög algeng í Skandinavíu, Þýskalandi og víðsvegar um Evrópu.

Ég mæli með að kíkja á þennan Instagram aðgang. Ótrúlega mikið af allskonar heimilum og fjölbreyttum, ég læt fylgja með nokkrar myndir sem hún hefur birt:

Inga

 

Þér gæti einnig líkað við