Ég nota Instagram rosalega mikið til að fá innblástur fyrir heimilið. Einnig gaman að fylgja fólki sem tekur fallegar myndir af hverju sem er, ekkert endilega bara heimilinu.
Mig langar því að deila reglulega með ykkur mínum uppáhalds instagram síðum sem deila öll fallegum myndum af heimilum sínum.
Ida Thun, 28 ára gömul sænsk stelpa sem býr í Dublin með manninum sínum og hundinum Elsu. Vann sem leikskólakennari í Svíþjóð en vinnur núna sem freelance ljósmyndari.
Ótrúlega hlýlegt heimili, mjúkir litir og einfaldleiki.
Instagrammið hennar er; bythun
Inga ♡