Innpökkunar skipulag

Það var allt komið útum allt í innpökkunardótinu mínu og löngu kominn tími á tiltekt þar.

Mér finnst snúrur fara verulega í taugarnar á mér, hvað þá þegar allir borðar og bönd eru um allt. Ég sá sniðuga útgáfu af krukku fulla af borðum til að halda öllu á sínum stað. Ég fékk hugmynd að endurnýta box sem ég átti frá Ikea. Boxið heitir Tillsluta og kemur í öllum stærðum og gerðum. Ég boraði nokkur göt á lokið og heldur þetta núna öllum böndum og borðum á sínum stað.

Þér gæti einnig líkað við