Innlit inní barnaherbegið

Mig hefur lengi langað að gefa ykkur smá innlit inní herbergið hennar Klöru 🙂 Fínt að sýna svona smá rétt fyrir flutninga. Við erum að fara selja íbúðina okkar og þá fær Klara vonandi stærra herbergi. Hún á frekar lítið herbergi núna en við látum okkur hafa það og höfum gott skipulag inní því, þá finnur maður lítið fyrir því 🙂

Við keyptum þetta fína eldhús í Costco og gáfum Klöru í jólagjöf. Hún var ekkert smá ánægð með það 🙂

 

Ég held mikið uppá tréleikföngin frá Kids Concept. Leikföngin eru vönduð og ótrúlega flott, svo skemmir ekki að þau eru í pastel litum sem mér finnst svo fallegt! Passar líka svo vel við eldhúsið hennar Klöru 🙂 Það eru til allskonar kökur og kræsingar, ávextir og meiri að segja hrærivél sem er á óskalista hjá okkur 🙂
Tréleikföngin fást í Húsgagnaheimilinu

Klassísku lego kassarnir. Þetta er nýrri týpan en í stað þess að lyfta lokinu þá eru komnar skúffur. Keypti þá inná Babyshop

Fallegu myndirnar frá Amikat.

Leikföngin frá Kids Concept eru svo falleg. Þegar þau eru ekki í notkun þá er þetta svo fallegt sem skraut 🙂

Ljósakrónan sem ég keypti inní herbergið á heilar 1000 kr!

Getið lesið allt um hana HÉR

Vörurnar frá Kids Concept fengum við í gjöf frá Húsgagnaheimilinu. Þau eru staðsett í Fossaleyni 2 uppí Grafarvogi. Fullt af svo fallegum vörum hjá þeim!

Vona að þið hafið átt góða helgi 🙂

 

 

Þér gæti einnig líkað við