Innlit í barnaherbergið

Við vorum fljót að byrja dunda okkur í auka herberginu þegar við vissum af óléttunni. Hún er að sjálfsögðu ennþá inni hjá okkur, og verður þar líklegast þangað til við flytjum héðan, en okkur (ég aðalega) langaði að gera loksins barnaherbergi, eitthvað sem mig var búið að dreyma um í mörg ár.
Á eftir að finna gardínur og langar síðan í fallegt stafrófsplakat fyrir ofan skiptiborðið.

Dóttir mín hefur alltaf verið léleg að drekka og það er oft mjög erfitt að gefa henni þegar hún er glaðvakandi. Við verðum helst að vera tilbúin með pela um leið og hún vaknar svo hún nái að drekka eitthvað. Ég bjó til lítið horn inni hjá henni þar sem hægt er að gefa henni í rólegheitunum þegar það eru gestir frammi en minnsta áreiti truflar hana. Kveikt ljós frammi, kveikt á sjónvarpinu eða jafnvel kötturinn að labba nálægt. Hún verður að fylgjast með öllu. Svo við gefum henni annaðhvort inni hjá okkur eða í þessu kósý horni sem hefur virkað alveg ágætlega.

Algengar spurningar sem ég fæ á Instagram, tengt barnaherberginu:

Stóll: Åhlens – Keyptur í Noregi
Kollur: Snúran
Kommóða: Ikea
Skiptiborðsrammi: Húsgagnaheimilið
Skiptidýna: Petit
Karfa undir bleyjur: Boozt
Karfa undir teppi: H&M Home
Hvítar hillur með hanka: Nomess – Keypt á útsölu í Hrím þegar merkið var að hætta
Mánaðarkubbar: Ferm Living
Sería: Ikea
Box undir blautþurrkur/grisjur: Ubbi – fæst meðal annars í Nine Kids og Móðurást

Instagram -> ingajons

Þér gæti einnig líkað við