Núna er sumarið gengið í garð og þá dettur maður í framkvæmdargír.
Við erum til dæmis með ágætlega stóran pall sem snýr í suður og því fáum við sól allan daginn. Er búin að vera að dunda mér smátt og smátt í honum undanfarið og ætla að taka helgina í að taka hann svolítið í gegn.
Ákvað að deila með ykkur smá innblæstri fyrir pallinum og hvað ég ætla að gera við hann.
Eigum þennan sófa sem við keyptum síðasta sumar og mig langar að bæta við settið í ár. Allavega borði og einum stól.
Settið fæst HÉR
Látlaust borð og stólar í stíl við sófann.
Fæst HÉR
Við endann á pallinum okkar var lítill grasflötur sem þjónaði engum tilgangi. Ég tók grasið um daginn og er að velta því fyrir mér hvað ég ætla að gera við blettinn.
Langar að annaðhvort að leggja niður fallega steina og hafa stóra blómapotta ofan á eða gróðursetja einhver blóm.
Voða huggulegt að setja upp útiseríu og hitalampa svo hægt sé að vera úti á pallinum að kvöldi til.
Ykkur er velkomið að fylgja mér á instagram þar sem ég mun dunda mér við að gera pallinn fínan á næstu vikum.
Þessi færsla er hvorki kostuð né unnin í samstarfi.
Inga ♡