Innblástur – Forstofa

Forstofan er það fyrsta sem blasir við gestum og það fyrsta sem þú sérð þegar þú kemur heim.
Við erum með frekar litla forstofu sem er hálf opin inn í íbúðina.

En hún er nóg fyrir allt það nauðsynlega og það sem mér finnst þurfa:
Snaga fyrir töskur og fylgihluti, bekkur/kollur til að sitja á, stað til að setja lyklana á, spegil og plöntur til að gefa smá hlýju.

Litla forstofan heima ♡

Plantbox – Ferm Living / Epal
Bast karfa – H&M Home
Kollur – Jakobsdals / Snúran
Spegill – House Doctor / Línan
Snagar – Cozy Living / Línan

Stílhreinar forstofur

Stórir speglar gera svo mikið fyrir hvert rými.

Hlýlegt bohamian

Þér gæti einnig líkað við