Hvetjandi body positve instagram aðgangar sem ég mæli með

Í þessari færslu langar mig til að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds instagram aðgöngum. Allar þessar stelpur sem ég kem til með að telja upp eiga það sameiginlegt að vera mjög hvetjandi og þá sérstaklega hvað varðar jákvæða líkamsímynd. Það er ekki máluð nein glansmynd á lífið og hlutirnir bara sýndir eins og þeir eru. Það er nauðsynlegt að við áttum okkur á því að líkamar eru mismunandi og hvernig sem okkar líkami lítur út, þá eigum við öll það skilið að líða vel og fá virðingu í samfélaginu. Þetta málefni er mér svo mikilvægt og er það draumur minn að ég nái að vera jafn hvetjandi í framtíðinni eins og allar þessar stelpur varðandi málefnið. Ég er ennþá pínu feimin að gefa persónulega af mér á instagram, en er alltaf að reyna smá og smá meira að koma mér út úr skelinni. Ég er manneskja með miklar og sterkar skoðanir, en er feimin við að deila þeim því það er stundum svo þægilegt að vera hlutlaus og eignast þannig enga óvini….haha þið skiljið hvað ég meina. Ég tek reglulega til á mínu instagrammi og hef þá reglu að fylgja engum sem hafa einhverskonar slæm áhrif á mig. Ég mæli með að allir taki til á sínum samfélagsmiðlum og að við spáum í hverjum við fylgjum og hvaða tilfinningar við upplifum þegar við erum að horfa á story hjá þeim sem við fylgjum. Ég kýs að fylgja fólki sem hvetur mig til að líða vel með sjálfa mig, hvetur mig til að fara á æfingu, hvetur mig til að fara út og njóta náttúrunnar, hvetur mig til að hugsa betur um sjálfa mig, hvetur mig til að hugsa betur um umhverfið og svo framvegis. Þessi listi er alls ekki tæmandi hjá mér, en ég mæli eindregið með að þið kíkið á þessar stelpur á instagram og skellið í follow.

@saediskaren
@karenerlu

@liljagisla
@gveiga85

@huldabwaage
@lifsstill_solveigar

@fjola_heiddal
@heiddisaustfjord

@fitubrennsla
@fanneydora

@rakelhlyns
@fitbysigrun

@missmalinsara
@_nelly_london

Takk fyrir að lesa

Þér gæti einnig líkað við