Hvernig skal velja avakadó

Ég veit um fátt pirrandi en að skera í avakadó og sjá að það er brúnt að innan. Ég er búin að kaupa þó nokkuð mikið af avakadó gegn um tíðina, af og til fær maður alltaf einn vesaling sem er brúnn og skemmdur.

Eftir að ég byrjaði að gera þetta fæ ég avakadóið alltaf í toppstandi 🙂

    

Steininn ofaná skiptir miklu máli! Oft sér maður avakadó í búðum með engum steini slepptu því að kaupa það, það er orðið of þroskað og skemmt.

  • Ef steininn er alveg pikk fastur þá er avakadóið óþroskað
  • Ef þú tekur steininn af og sérð ljós brúnan hring og grænt í miðju þá er það í fullkomnu standi 🙂
  • Ef þú tekur steininn af og sérð ekki brúna hringinn aðeins fagur græna miðju þá er hann óþroskaður
  • Ef þú tekur steininn af og sérð aðeins brúnt í miðju þá er hann orðin skemmdur.

Liturinn skiptir einnig miklu máli. Ef avakadóið er mjög grænt er líklegast að það sé óþroskað og má sjá það á steininum.

Liturinn á að vera frekar dökk grænn svo þú fáir lárperuna í topp standi.

Ég hef alltaf passað mig að kaupa þau í lausu frekar en í pokum svo maður sjái steininn.

Ég fæ mér oftast hálft avakadó í einu og geymi þá restina þangað til næsta dag. Snilldar ráð við að geyma er að setja það í box ásamt hálfum rauðlauk. Skiptir ekki máli hvort hann sé í litum bitum bara að það sé í sama boxi. Það eru ensími í avakadó og ef það kemst í snertingu við loft verður það brúnt. Lyktin frá lauknum hægir á öllu því ferli. Alltaf gaman af smá fróðleik, vona að þetta gagnast einhverjum 🙂

Þér gæti einnig líkað við