Hvernig er best að pakka niður fyrir ferðalög

Þeir sem hafa fylgst með mér lengi vita að ég elska að ferðast og er ég því orðin alveg þaulreynd í að pakka niður fyrir ferðalög. Mig langar til að sýna ykkur það sem ég fer eftir þegar ég er að pakka niður, þannig að ég sé hvorki að gleyma mikilvægum hlutum né að taka með mér mikinn óþarfa. En fyrst þegar ég byrjaði að ferðast var ég nánast alltaf með of mikið af dóti með mér og var oft að færa á milli taska eða jafnvel að skilja hluti eftir því ég einfaldlega hafði ekki pláss fyrir allt saman í töskunum á leiðinni heim. En þegar maður er að pakka niður þá þarf maður náttúrulega að gera ráð fyrir því hvort maður ætli sér að versla eða ekki, til dæmis. 

Ég byrja alltaf á að gera lista yfir hluti sem ég þarf að gera áður en ég fer að pakka niður. Þetta er gott að gera mjög tímanlega, jafnvel tveimur vikum fyrir ferð, svo það verði engin atriði sem gleymast. Þar set ég atriði eins og:

  • lita hár, neglur, raka, vaxa eða hvað sem maður vill gera af slíku
  • athuga hvort maður eigi nóg af þeim lyfjum sem maður tekur 
  • þvo föt sem ég ætla að fara í eða taka með
  • athuga hvort vegabréf sé nokkuð útrunnið
  • sækja erlenda mynt í bankann 
  • panta bílastæði á flugvellinum eða redda fari 
  • athuga hvort Evrópska tryggingakortið sé nokkuð útrunnið (ef á við)
  • hafa tilbúið bólusetningarvottorð eða neikvætt covid test, í prenti og í síma
  • skrá sig inn í landið (þar sem þarf að gera það)
  • tékka mig inn online hjá flugfélaginu ef það er möguleiki
  • athuga leyfilegar stærðir og þyngdir af ferðatöskum og mæla 
  • hlaða hleðslubanka, airpods og önnur raftæki sem maður tekur með 
  • downloada á netflix og spotify til að geta horft/hlustað á airplane mode
  • skrifa niður pökkunarlista

Það allra mikilvægasta er svo að hafa öll hleðslutæki og hleðslubanka með sér í handfarangri. Þau geta nefnilega verið fjarlægð úr innrituðum farangri, vegna einhverra öryggisástæðna sem ég þekki ekki nógu vel. Ég tek alltaf með mér síma, ipad, heyrnartól, hleðslubanka og svo hleðslutæki fyrir þetta allt saman. Ég er með Netflix á ipadinum mínum og er búin að sækja nokkra þætti og bíómyndir sem hægt er að horfa á þó stillt sé á airplane mode í fluginu. Það er ótrúlegt hvað það styttir flugtímann mikið að hafa eitthvað til að horfa á. 

Hér fyrir neðan er svo mjög góður listi sem ég fann, sem er nánast alveg eins og minn listi sem ég fer eftir þegar ég pakka niður. 

Það helsta sem ég hef stundum bætt við (fer eftir lengd ferðar) er:

  • þvottaefni í litlu boxi ef ég vil handþvo eitthvað í vaski
  • preworkout og hlaupabelti ef ég ætla að hlaupa 
  • töskuvigt

Vonandi getur þetta nýst einhverjum til að pakka skipulega niður fyrir næsta ferðalag. 

Takk fyrir að lesa 

Þér gæti einnig líkað við