Ég ætla að verða við þeim áskorunum að skrifa færslu um hvernig á að gera ferilskrá og kynningarbréf sem stendur upp úr og tekið er eftir.
Í dag er ekki óalgengt að yfir 100-200 manns sæki um sama starfið sem er auglýst. Vinnuveitendur þurfa því að fara yfir ógrinni af ferilskrám til að finna hæfasta einstaklinginn í viðkomandi starf. Því miður er staðreyndin sú að athyglispann mannsins (human attention span) er minna en hjá gullfiskum þökk sé tækninni og meira um að fólk skimar yfir. Því þurfum við að koma skilaboðunum skýrt til skila til vinnuveitanda með þeim hætti að það sé tekið eftir manni og maður týnist ekki í þvögunni.
Ég hef tekið saman nokkrar reglur sem ágætt er að hafa hugfast við gerð ferilskrár.
Regla 1.
Við viljum ekki að lesandi týnist í texta, því er mikilvægt að hafa ferilskrána stutta og hnitmiðaða.
Regla 2.
Regla 3.
Ætla að hnykkja en og aftur á þessu – stutt – hnitmiðað – aðal áherslur.
Regla 4.
Regla 5.
Sem dæmi er ég með á ferilskránni minni TAMAR ART eigin rekstur og listaði þar undir sem framkvæmdarstjóri og sagði ekkert meir. Á sínum tíma þegar ég fór í atvinnuviðtöl var ég oft spurð út í þetta, því fólk yppti öxlum – vissi ekki hvað þetta var og engin furða. Við viljum ekki að fólk verði eitt stórt spurningarmerki og því er nauðsynlegt að útskýra betur þegar það á við.
Ég er líka með á minni ferilskrá þegar ég starfaði sem þjónn eða móttökudama, þar er ég aðeins með starfstitil – það segir sig svolítið sjálft hvað ég var að fást við í viðkomandi starfi og því ekki þörf á nánari útskýringum.
Regla 6.
Þetta er afar mikilvægt að vera búin/nn að ræða við meðmælendur áður. 1. Til að fullvissa sig um að viðkomandi sé að fara gefa ykkur meðmæli 2. Af kurteisi og fá leyfi að spyrja meðmældur um hvort þeir vilja vera meðmælendur ykkar.
Regla 7.
Það eru til margar hjálplegar síður bæði varðandi ráð um hvernig á að gera góða ferilskrá (betri en þessar leiðbeiningar sem þið fáið hér frá mér) og varðandi hönnun. Ég mæli með CANVA og Resume Coach að kostnaðarlausu. Það er líka ávalt hægt að leita til fagaðila varðandi að fá aðstoð við uppsetningu eða útlitsbreytingu.
Regla 8.
Regla 9.
Ég mæli líka með að þið skoðið e-mailið ykkar – Það er kannski ekki svo vitlaust að setja inn nýja e-mail addressu ef e-mailið ykkur er sexybeast69@hotmail.com … mitt fyrsta e-mail var saeunn_cool@hotmail.com 🙂
Kynningarbréf
Sem dæmi fann ég auglýsingu frá Bryggjan Brugghús sem er að leita eftir aðstoðar rekstrarstjóra. Í kynningarbréfinu getur þú skoðað atvinnu auglýsinguna og notað hana sem ákveðin check lista – svarað því sem er leitað er eftir: ,,Ég hef unnið við bókhald og launatengd mál í umþað bil 10 ár bæði hjá ferðaþjónustu og bókhaldsþjónustu og því ekki ókunn slíkum málum“ sem dæmi.
Mín ferilskrá
Segi þetta gott í bili, vona að einhver hafi notið góðs af þessari færslu ;*
Bestu kveðjur
Sæunn Tamar