Hver er Sunna Rós?

Ég heiti Sunna Rós & er 28 ára móðir & unnusta. Unnustinn minn heitir Ramunas & eigum við eina stelpu hana Klöru Dís sem er fjögurra ára. Við eigum von á öðru barni núna eftir nokkra daga & er spennan í hámarki. Ég geng með aðra stelpu & er ég sett 15. nóvember þannig það styttist heldur betur í hana 💕 Við búum í Hafnarfriði & líkar okkur það voða vel. Keyptum okkur íbúð þar & erum búin að vera í smávegis framkvæmdum til að gera þetta að okkar drauma eign 😊

Ég hef verið bloggari hjá Lady í fjögur ár & leggi ég helstu áherslurnar á heimilislífið & á skipulagi. Skipulag er mitt helsta passion. Ég hef frá því ég man eftir mér verið mikið fyrir skipulagi & viljað vita nákvæmlega hvar hver og einn hlutur er staðsettur. Ég reyni að hafa bloggin mín fróðleg & skemmtileg þar sem skipulag er í fremsta flokki. Ef þú hefur áhuga á skipulagi ættu bloggin mín ekki að fara framhjá þér 😊.

Eins & ég nefni áðan þá er fjölgun í hópnum & ég á leiðinni í fæðingarorlorf. Spennandi tímar framundan & fullt af skemmtilegum verkefnum. Hlakka rosa mikið til komandi tíma & að leyfa ykkur að fylgjast með.

Þér gæti einnig líkað við