Hæhæ,
Ég heiti Sigrún Ósk er 26 ára og er búsett í Hafnarfirði með kærasta mínum Hermanni, drengnum okkar Heði Þórs og litla sæta hundinum okkar Zólu.
Það er svo gaman að fá að slást í hópinn og blogga hér á lady.is. Því langaði mig að koma með nokkrar staðreyndir um mig til að leyfa ykkur að kynnast mér.
- Kynnist kærasta mínum 15 ára og erum búin að vera saman í 10 ár.
- Ég elska göngutúra! Líka þessa sem eru ekki í allt of góðu veðri… þó ég nenni ekki að fara þegar það er stormur úti þá er nánast ómögulegt að koma ekki endurnærður til baka.
- Ég vil helst fá að þrífa ein í friði þó ég reyni oft að telja mig og kærasta minn trú um að ég vilji að hann hjálpi mér, hann gerir hlutina bara ekki alveg rétt … sem sagt ekki nákvæmlega eins og ég. Já ég veit að mér er ekki við bjargandi. Hann má samt alveg þrífa án mín ég á bara erfitt að hlutirnir séu ekki gerðir í réttri röð (já eftir minni röð). Er þetta meyjan í mér? Eða ég að vera kassalaga? Finnst annars mjög slakandi að fá að setja podcast í eyrun og þrífa. Kveikja svo à ilmkerti og njóta í alveg hreinni íbúð.
- Ég er lista manneskja og þarf helst að gera lista yfir öll verkefni til þess að sjá hlutina betur fyrir mér. Þar að leiðandi er alltaf dagbók, stílabók og penni aldrei langt undan. Listar í símanum er bara ekki alveg jafn næs að strika út.
- Mér er alltaf kalt.
- Elska vatn og finnst það svo gott á bragðið, drekk eiginlega bara vatn.
- Að verða mamma hefur alltaf verið það hlutverk sem ég vissi að ég vildi verða þegar ég yrði stór. Þetta er besta hlutverk sem ég veit um og elska að vera með Heði mínum, gæti alveg verið lengur í orlofi með honum. Þvílík forréttindi að fá að eyði ári með honum í orlofi.
Takk fyrir að lesa, ég vona að þið höfðu gaman að og hlakka til að blogga meira! 🤍