Hver er Sandra Birna

Ég heiti Sandra Birna og er ný hér á Lady.is. Ég er 27 ára gömul, búsett í Hafnarfirði ásamt kærastanum mínum honum Smára og börnunum okkar tveimur. Segja má að ég er svo heppin að hafa minn besta vin mér við hlið í öllu, en við þekktumst vel áður en við byrjuðum saman. Við erum búin að vera saman í 7 ár seinna í sumar.
Ég er að klára fæðingarorlof en mun byrja aftur að vinna í ágúst á sama stað og áður, í Fjallakofanum.

Við erum svo heppin að eiga tvö yndisleg börn en þau heita Fanndís Embla sem er ný orðin 5 ára núna í júlí og Viktor Fannar sem verður 1 árs í september. Að vera foreldri er eitt það besta hlutverk sem að ég hef tekið að mér en jafnframt krefjandi inn á milli, því maður vill auðvitað gera sitt allra besta fyrir þessa einstaklinga sem eiga síðar eftir að vera á eigin fótum í samfélaginu.

Útivistin skipar stóran sess í okkar fjölskyldulífi, en við Smári komum bæði úr björgunarsveit og elskum að vera úti með eða án barnanna. Hvort sem það er upp á fjöllum eða niðri í dal, þá erum við sátt svo lengi sem náttúran sé falleg!

Hér mun ég deila með ykkur öllu sem viðkemur áhugamálum mínum en þau helstu eru útivist, hreyfing, skipulag og bakstur. En auðvitað skipar fjölskyldan stóran sess í mínu daglega lífi svo þið munið sjá ýmislegt tengt börnunum líka.

Hlakka til að deila meira með ykkur, en þið finnið mig á instagram undir sandrabirna

Þér gæti einnig líkað við