Hver er Inga?

Hæhæ, Inga Jóna heiti ég og er ný á Lady.is. Verð 28 ára í haust, bý í Hafnarfirði með unnusta og litla kettlinginum okkar. 
Síðustu ár hef ég verið að vinna mikið í verslunargeiranum sem merchandiser, verslunarstjóri og rekstrarstjóri og þar kviknaði áhugi minn á hönnun. En síðasta sumar ákvað ég að taka allt aðra stefnu, fór að vinna á dvalarheimilinu Grund og stefni á hjúkrunarfræðina eða félagsráðgjöf einn daginn. 

Hér mun ég deila með ykkur mínum áhugamálum sem eru innanhúshönnun, tíska, heimilið, ferðalög, heilsa, matur og bara lífið og tilveran almennt. 

Við keyptum okkar fyrstu íbúð í fyrra og eyði ég mikið af mínum frítíma í að nostra við heimilið, breyta og bæta, manninum mínum til mikillar gleði, heh. Ýmislegt þar sem mig langar til þess að breyta og mun ég deila því hér með ykkur. 

Inga

 

Þér gæti einnig líkað við