Ég heiti Hafrún Ýr og er ný á Lady.is. Ég er 26 ára skagfirðingur búsett á Blönduósi með unnustanum mínum honum Atla og hundinum okkar Nölu. Við eigum von á okkar fyrsta barni en ég er komin 31 viku á leið og við erum ótrúlega spennt að hitta litla krílið okkar í byrjun næsta árs.
Vorið 2018 útskrifaðist ég með B.ed gráðu í grunnskólakennarafræðum. Núna er ég á seinna árinu í meistaranáminu þar sem ég legg áherslu á textílmennt en ég hef mikinn áhuga á allri handavinnu og næ því að flétta saman áhugamál og nám.
Á sama tíma og við Atli vorum að klára grunnnámið okkar í háskólanum keyptum við okkur hús á Blönduósi. Við ólumst bæði upp út á landi og voru fegin að komast aftur úr borginni eftir að hafa lokið náminu. Húsið sem við keyptum þurfti smá ást og umhyggju og höfum við verið að dunda okkur í að gera það að okkar síðan við keyptum það.
Mér finnst ótrúlega gaman að ferðast um heiminn og skoða nýja staði og lönd. Uppáhalds landið mitt er Malasía en ég fór þangað sem skiptinemi árið 2012 – 2013 og varð alveg heilluð af öllu þar.
Hestamennska ansi stór partur af mínu lífi en ég ólst upp í kringum hesta og veit fátt skemmtilegra en að brasa í hesthúsinu.
Þið getið fylgst með mér á instagram hafrunhalldors