Hver er Ása Hulda?

Almennt um mig

Ég heiti Ása Hulda, er 26 ára og fædd og uppalin í Reykjavík.

Ég giftist draumaprinsinum mínum 18.08.18 en við höfum verið saman í 9 ár. Ég og Hörður Þór keyptum okkar fyrstu íbúð saman 2016 og höfum við verið mjög hamingjusöm saman í litlu íbúðinni okkar. Núna erum við að vonandi að fara að festa kaup á nýrri fasteign en þá mun ég í fyrsta skipti flytja úr Grafarvoginum.

Fjölskyldan mín er ekki stór en ég á yndislega foreldra sem heita Unnur og Oddur og svo á ég eina yngri systur, Regínu sem er þremur árum yngri en ég.

Á brúðkaupsdaginn 18.08.18

Skóli og vinna

Árið 2016 útskrifaðist ég með BS gráðu í Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Sama ár hóf ég störf hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR) en ég hef starfað þar sem sérfræðingur í lánamálum síðan. Ég stefni á að hefja meistaranám í háskólanum í haust en þar mun ég einblína á reikningsskil og endurskoðun.

Áhugamálin mín

Mín helstu áhugamál eru allt sem tengist heilbrigðum lífsstíl og almennri hreyfingu.

Árið 2016 steig ég langt út úr þægindarammanum mínum þegar ég ákvað að keppa í fyrsta skipti í módel fitness undir leiðsögn Konna hjá Iceland fitness. Eftir það var ekki aftur snúið en ég hef nú keppt þrisvar á Íslandi og einu sinni í Osló síðan þá. Minn besti árangur var á Íslandsmeistaramótinu 2018 en þá lenti ég í öðru sæti í mínum flokki.

Í dag hef ég þurft að setja fitness keppnir á smá bið þar sem ég fékk þær fréttir í fyrra að ég væri með sjúkdóm sem kallast endómetríósa. Ég hef því ákveðið að einblína meira á heilsuna mína en mun klárlega keppa aftur seinna, þá fáið þið að fylgjast með!

Ég elska útiveru og að ferðast bæði innanlands og erlendis. Ég og Hörður keyptum okkur bæði racer hjól árið 2017 þegar við ákváðum að taka þátt í WOW-cyclothon og höfum við líka verið dugleg að hjóla um landið.

Íslandsmót í fitness 2018

Ég er rosalega virk í hreyfingu en ég hreyfi mig daglega þegar ég hef tök á því. Í janúar 2019 byrjaði ég að æfa Crossfit en í hverri viku skiptist ég á að fara á crossfit æfingar, almennar lyftingaræfingar og brennsluæfingar.

Hollt og gott mataræði skiptir miklu máli hjá mér og ég fylgist vel með hvað ég borða á hverjum degi. Ég mun því deila með ykkur uppskriftum sem ég nota mikið í eldhúsinu og sýna ykkur hugmyndir af hollu mataræði.

Þið getið fylgst með mér á Instagram síðunni minni, þar er ég mjög dugleg að setja inn hvetjandi efni, uppskriftir og æfingar.

Hlakka til að deila fleiru með ykkur hér inni

Bestu kveðjur
Ása Hulda Oddsdóttir

 

Þér gæti einnig líkað við