Hver er Anastasia Ísey ?

Hæhæ, Anastasia Ísey heiti ég og er nýr bloggari hér á lady.
Ég er 25 ára, 2 barna mamma & unnusta.
Við fjölskyldan erum búsett í Þorlákshöfn en við keyptum okkur raðhús í byggingu hér í haust.
Fjölskyldan mín 
Ég er trúlofuð Gunnari, en við erum búin að vera saman í tæp 8 ár & eigum saman 2 dásamleg börn. Mikael Bersa sem verður 6 ára í janúar & Ísabellu Ölbu sem verður 3 ára í febrúar. Svo eigum við líka eina litla kisu, hana Snædísi 🙂
       
Um mig
Ég hef alveg ótrúlega gaman af því að skapa, skreyta & gera fallegt í kringum mig.
Mín helstu áhugamál eru heimilið, hönnun, matreiðsla, veisluhöld & kökuskreytingar. Ég veit ekkert skemmtilegra en að halda barnaafmæli og nýti hvert tækifæri í að halda veislur. Ég er algjört jólabarn & er þessi tími árs minn allra uppáhalds tími.
Ég mun fyrst og fremst koma til með að deila hér með ykkur allskonar tengdu börnum & móðurhlutverkinu enda er það stærsti & besti hluti lífs míns. Ég elska líka að dúllast í að gera nýja heimilið okkar fínt & ég mun sýna ykkur frá því ferli ásamt öllu & engu í mínu daglega lífi.
Hlakka til komandi tíma & að fá að vera með ykkur.
Þið getið líka fylgst með mér á instagram anastasiaisey

Þér gæti einnig líkað við