Hvaða barnavöruverslanir eru á Íslandi?

Ég held það hafi ekki farið framhjá mörgum að ég sé ólétt. Ég er hægt og rólega að kaupa og finna til það sem þarf fyrir komu barnsins og hef verið að skoða mikið á netinu hvað er í boði. Það eru ansi margar verslanir á Íslandi sem selja barnavörur, miklu meira en mig grunaði.

Hér er listi yfir verslanir á Íslandi sem selja barnavörur:

Petit: Barnaföt, dót, húsgögn, fylgihlutir, bílstólar, kerrur & fleira.

Húsgagnaheimilið: Húsgögn, kerrur, vagnar, bílstólar, fylgihlutir, öryggisbúnaður & fleira.

BíumBíum: Barnaföt, útiföt & skór, fylgihlutir.

Von: Bókin: Minningar – fyrsta ár barnsins, náttföt & leikföng.

Lítil í upphafi: Skór & stígvél, leikföng & fylgihlutir.

Minimo: Barnaföt, Leikföng, geymsluhirslur, fylgihlutir, kerrur & fleira.

Fífa: Húsgögn, kerrur, vagnar, bílstólar, fylgihlutir, öryggisbúnaður, barnaföt & fleira.

Nine Kids: Barnaföt, kerrur, bílstólar, vagnar, fylgihlutir & fleira.

Bambi: Barnaföt, ullarföt, teppi & fylgihlutir.

Hreiður: Bílstólar, kerrur, hjól, leikföng, skór & fleira.

Míkó: Tréleikföng & pappa föndur.

I am Happy: Silver Cross, leikföng, barnaföt, fylgihlutir & fleira.

Móðurást: Brjóstagjafahlutir, húsgögn, leikföng, öryggisvörur, bílstólar, kerrur & fleira.

Regnboginn: Barnaföt & leikföng.

Tvö Líf Meðgöngu- og brjóstagjafafatnaður, fylgihlutir & fleira.

Dóttir & son: Kerrur, vagnar, bílstólar, kerrupokar, fylgihlutir & fleira.

Coolshop: Ferð í flokkinn „ungbörn & börn“ og finnur fullt af barnatengdum vörum.

Hjal: Ömmustólar, föndur, leikföng, hreinlætisvörur & fleira.

NóNa: Dúskahúfur, treflar, peysur, eyrnabönd & teppi – allt prjónavörur.

Buttercup: Barnaföt – íslensk hönnun.

Vöggugull: Sængurverasett – íslensk hönnun.

Hrísla: Viðarleikföng, þroskaleikföng, húsgögn & fleira.

Krumma: Leiktæki fyrir útisvæði, skólahúsgögn & fullt af leikföngum.

Óli prik: Sérmerktar húfur, handklæði, sængurverasett & fleira.

Hrafnagull: Tréleikföng, dúkkuvörur, töskur, leikföng & fleira.

Barnið okkar: Vagnar, kerrur, bílstólar, útiföt, teppi, fylgihlutir & fleira.

Minilist: Bílstólar, leikföng, barnaföt, lampar & fylgihlutir.

Krílapjál design: Dúskahúfur.

Barnaloppan: Yfir 200 básar fullir af endurnýttum barnavörum.

LóLó verslun: Viðarleikföng, snuð, skrautmunir & fylgihlutir.

Valhneta: Viðarleikföng.

Litli Gleðigjafinn: Bílstólar, búningar, hjól, þroskaleikföng & fleira.

Agú: Barnafatnaður – íslensk hönnun.

Cornelli Kids: Barnaföt, teppi, púðar, sængurföt, dúkkur & fleira – íslensk framleiðsla.

Hulan: Leikföng, fatnaður, himnasængur, bangsar & fleira.

Amma Dútta: Nafnamyndir.

EIns og þið sjáið er þetta slatti af verslunum sem ég fann. En það eru örugglega fleiri sem eiga heima á þessum lista. Þið megið endilega senda á mig ef þið viljið að ég bæti einhverju við ❤

xo
Guðrún Birna

Þér gæti einnig líkað við